Að taka þátt í íþróttum og tómstundum í nýju umhverfi getur verið spennandi og krefjandi. Skipulagning, undirbúningur og upplýsingar um aðgengi, getur ýtt undir jákvæða upplifun og stuðlað að farsælli þátttöku. Það getur reynst gagnlegt að setja sig í samband við umsjónarmann eða þjálfara með símtali eða tölvupósti, til að útskýra stuttlega þarfir barnsins. Einnig er mikilvægt að skoða aðstæður áður en æfingar hefjast.
Hér eru nokkrar spurningar sem gott er að hafa í huga:
Aðgengi til að komast um inni og úti
- Er gott aðgengi til að komast inn og út úr byggingunni?
- Er aðgengi innandyra nógu rúmgott fyrir barnið til að komast um?
Stuðningur
- Er stuðningur nægjanlegur, ekki of mikill eða of lítill?
- Getur þjálfari/leiðbeinandi veitt barninu einstaklingsnálgun?
- Sýna jafnaldrar skilning og þolinmæði?
Reglur félagsins
- Er sveigjanleiki í reglum og venjum varðandi mætingu?
- Er aldurstakmark?
Aðlögun á búnaði
- Er þörf á aðlögun á búnaði sem notaður er í íþróttinni og er það í boði hjá félaginu eða hluti af prógramminu?
- Er þörf á aðlögun svo barnið geti sótt æfingu og komist um á svæðinu?
Reglur og uppsetning á íþróttinni
- Þarf að breyta tímalengd (stytta) og mun félagið koma til móts við það?
Líkamlegar kröfur
- Getur barnið mitt fengið oftar hlé en æfingarplanið segir til um?
Skynáreiti
-
Getur barnið mitt tekist á við þau skynáreiti frá umhverfinu og athöfnunum: hávaði, lýsing, hitastig, áferð hluta o.þ.h.?
Spurningar til þjálfara, leiðbeinenda eða stjórnenda um aðgengi
- Hvaða tími er hentugur fyrir mig og barnið mitt til að heimsækja og skoða hvort íþróttin henti?
- Getur barnið mitt fengið að koma á undan öðrum svo það hafi aukinn tíma til að klæðast, koma sér fyrir, hita sig upp o.s.frv?
- Er möguleiki á að minnka æfingaálagið (t.d. æfa sjaldnar)?
- Er möguleiki á að félagið veiti viðeigandi stuðning án endurgjalds eða gegn lágu gjaldi vegna þarfar barnsins fyrir einstaklingsþjálfun?
- Á hvaða tíma er minnst aðsókn að æfingum sem standa barninu mínu til boða?
- Geta leiðbeinendur útbúið leiðbeiningar sem henta barninu mínu (myndrænt, skref fyrir skref eða val á milli tveggja hluta)?
- Er hjólastólaaðgengi að bílastæðum og innandyra (t.d. skábrautir, breidd dyraopa, hurðaopnari, nægilegt pláss til að fara um innandyra, sturtuaðstaða)?
- Er nægilegt rými fyrir þátttakendur í hjólastól?
- Ef ekki, er hægt að gera breytingar til að svo sé?
- Er plássið staðsett á þeim stað sem athöfnin fer fram í eða miðað við hvar þjálfarinn er staðsettur?
- Er gert ráð fyrir sæti fyrir stuðningsaðila við hlið barnsins?
Þýtt og aðlagað frá: Law, M., o.fl. 2013. CanChild Center for Childhood Disability Research, McMaster University