Sumarbúðir Gló í Reykjadal
Frá 1963 hafa gleði, minningar og ævintýri einkennt starfsemina í Reykjadal í Mosfellsdal. Hvert sumar koma koma fötluð börn og ungmenni alls staðar að af landinu og verja sumarfríinu sínu saman í dalnum.
Mikið er lagt í það að raða gestum saman í hópa eftir áhugamálum, aldri og feálgslegum tengslum. Vináttan spilar stórt hlutverk í Reykjadal og samveran, kvöldvökurnar og stemningin sem myndast styrkir vináttur til framtíðar. Í Reykjadal fær hugmyndaflugið að stjórna ferðinni og alltaf haft að leiðarljósi að allt sé mögulegt! Lögð er áhersla á að öll þau sem sækja Reykjadal fái að njóta sín á eigin forsendum, í skemmtilegri afþreyingu og séu á öruggum stað.
Reykjadalur er rekinn á styrkjum sem og velvild fólks, fyrirtækja, samtaka og sveitarfélaga á Íslandi. Stuðningssveitin okkar er: Vinir Reykjadals þar sem hægt er að styrkja starfið með mánaðarlegum framlögum. Núna erum við að safna fyrir viðbyggingu, nýjum matsali og eldhúsi sem mikil þörf er á fyrir starfssemina. Allur búnaður, leiktæki og húsgögn eru gjafir frá velunnurum. Þakklæti er stór hluti af hjarta Reykjadals!
Opnað er fyrir umsóknir í byrjun janúar og er umsóknarfresturinn til 15. febrúar. Sumardvölin er 9 dagar og aldurstakmörkin eru 8 til 19 ára. Við hvetjum öll sem hafa áhuga að sækja um og heyra í okkur ef einhverjar spurningar. Við hvetjum nýja gesti að skoða eftirfarandi hlekk:
Ævintýrabúðir Gló
Ævintýrabúðir Reykjadals hafa verið haldnar árlega síðustu 6 ár og er það verkefni styrkt af Mennta- og barnamálaráðnuneytinu. Ævintýrabúðirnar byrjuðu í Háholti í Skagafirði en í fyrra voru þær fluttar í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Hver dvöl er fimm dagar. Æfintýrabúðirnar eru fyrir börn á aldrinum 8-18 ára með ADHD og/eða einhverfu og eru með stuðningsþarfir eða fyrir þau sem þurfa á félagslegum stuðning að halda. Vináttan er mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals og er mikil vinna lögð í að raða í hópa í von um að gestir okkar geti eignast vini og séu fremstir meðal jafningja.
Í Reykjadal er hugmyndafluginu sleppt lausu og þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. Lögð er áhersla á það að öll sem þangað sækja fái að njóta sín á eigin forsendum og skemmti sér í góðra vina hópi í metnaðarfullri dagskrá.
Ævintýrabúðirnar eru háðar styrkjum hverju sinni og hefur Mennta- og barnamálaráðuneytið fjármagnað verkefnið síðustu ár. Sótt er um styrk á tveggja ára fresti og þegar hann er staðfestur látum við vita á samfélagsmiðlum og vefsíðu. Umsóknarfrestur fyrir Ævintýrabúðir Reykjadals er 1. mars.