Vilt þú leggja starfinu lið?
Við erum afskaplega þakklát öllum okkar bakhjörlum og þeirri velvild sem félaginu hefur verið sýnd.
Hægt er að styrkja starfið með millifærslu og við getum útbúið þakkar- og tækifæriskort sé þess óskað með því að hafa samband við glo@glofelag.is. Settu endilega STYRKUR í skýringu svo við getum sent upplýsingar til skattsins og styrkurinn komi til frádráttar á skattframtalinu þínu.
Söfnunarreikningur Gló stuðningsfélags
Banki: 0526-04-250210
Kennitala: 630269-0249
Aðrar leiðir til að styrkja starfið
Vinir Reykjadals
Vinir Reykjadals er stuðningssveit sumarbúðanna í Reykjadal sem styrkja starfsemina með mánaðarlegum greiðslum.
Happdrætti Gló
Happdrættið er einn veigamesti þátturinn í fjáröflunarstarfi félagsins. Happdrætti Gló er tvisvar á ári, sumarhappdrætti þar sem dregið er út 17. júní og jólahappdrætti þar sem dregið er út á aðfangadag.
Vörur í vefverslun
Í Gló vefverslun má finna Kærleikskúluna, Jólaórann og annað vöruúrval. Þar getur þú styrkt félagið á sama tíma og þú gerir góð kaup!
Minningarkort
Minningarkort Gló inniheldur brot úr sálmi 143 eftir Davíð Stefánsson. Kortin sem eru með gyllingu eru send með Póstinum samdægurs eða eins fljótt og unnt er.
Vinsamlegast hafið samband í tölvupóstfang: glo@glofelag.is
Erfðagjafir
Með erfðagjöf er hægt að láta gott af sér leiða eftir sinn dag. Til þess að erfðagjöf rati á réttan stað þarf að gera erfðaskrá. Allir lögráða einstaklingar mega gera erfðaskrá og þar með gefa erfðagjafir. Engar lágmarks- eða hámarks upphæðir eru á erfðagjöfum og er hægt að ánafna prósentu af arfi, ákveðinni upphæð eða tiltekinni eign.
Erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanskildar erfðafjárskatti. Félaginu hafa borist erfðagjafir sem hafa skipt gríðarlega miklu máli í allri uppbyggingu þess. Erfðagjafir eru gefnar með erfðaskrá.
Sért þú að íhuga að gefa erfðagjöf mælum við með að ráðfæra sig við lögfræðing þegar gengið er frá erfðaskrá til að tryggja að hún sé lögum samkvæm. Þú getur valið að leita til lögfræðings að eigin vali en Gló býður einnig upp á aðstoð sé óskað eftir því.
Vinsamlegast hafið samband í tölvupóstfang: glo@glofelag.is