Fjölskyldufrí

Fjölskyldufrí Reykjadals er tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur fatlaðra barna að fara saman í frí, fá stuðning og tengjast fleiri fjölskyldum. 

Fjölskyldufríið er tómstundatækifæri fyrir börn og fjölskyldur þeirra til þess að kynnast Reykjadalsstarfseminni, lenda í ævintýrum og ferðast um landið. Þetta er einnig góður vettvangur fyrir foreldra til þess að kynnast og mynda tengsl við aðra foreldra og læra af hvort öðru. Starfsfólk frá Reykjadal er til staðar að aðstoða með systkinahópinn og er til staðar í öllum ferðum og afþreyingum.

Fjölskyldufrí Reykjadals er háð styrkveitingu á hverju ári, síðustu ár hefur Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu styrkt verkefnið. Fjölskyldufrí Reykjadals hefur verið á eftir farandi stöðum: Vík í Mýrdal, Húsavík, Stykkishólmi og Reykholti í Borgarfirði.

Margar myndir frá Fjölskyldufríi Reykjadals