Þjónustuferlið

Beiðni berst

Til að sækja um þjónustu hjá Gló Æfingastöð þarf að liggja fyrir tilvísun frá lækni um sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Það á þó ekki við um allra yngstu börnin því hægt er að sækja um þjónustu í allt að 5 skipti fyrir börn undir tveggja ára án tilvísunar.  

Beiðnum er forgangsraðað eftir aldri barns og eðli eða umfangi þjónustuþarfa. Þegar komið er að barninu þínu höfum við samband og finnum tíma til að hittast. Biðtími er mislangur en við gerum okkar besta til að biðið sé ekki mjög löng.

Sækja um þjónustu

Fyrsta heimsókn  

Oft hefst þjónustan á því að foreldrum er boðið í upphafsviðtal þar sem farið er yfir stöðuna áður en við hittum barnið ykkar. Í sameiningu kortleggjum við þarfir barnins, umhverfi þess, styrkleika og áhugasvið. Í kjölfarið er gerð áætlun um hvernig við ætlum að vinna saman að þeim markmiðum sem sett eru í forgang. 

Þjónustan

Á Gló Æfingastöð vinnum við í nánu samstarfi við fjölskylduna og umhverfi barnsins, í gegnum þátttöku og leik. Við vinnum saman að því að efla styrkleika barnins og styðjum fjölskylduna til að efla þroska og vellíðan í daglegu lífi. Í því getur falist bein íhlutun sjúkraþjálfara og/eða iðjuþjálfa í einstaklingstímum eða í hópi, aðlögun á umhverfi, útvegun hjálpartækja, ráðgjöf og stuðningur.