Unglingsárin eru tími mikilla breytinga þar sem líkamlegur, andlegur og félagslegur þroski tekur stökk.
Unglingar og ungt fólk
Samfara hækkandi aldri og auknum þroska þá eru gerðar meiri kröfur til þátttöku unglinga í flóknum athöfnum daglegs lífs líkt og við nám, samskipti við jafnaldra, persónulegt hreinlæti, hreyfingu og áhugamál.
Hópar fyrir unglinga og ungt fólk
Á Gló Æfingastöð fer fram fjölbreytt hópastarf fyrir unglinga og ungt fólk. Í hópunum er unnið markvisst að skilgreindum þörfum þátttakenda. Þátttaka í hópi er áhrifarík leið til að ná markmiðum í öruggu og jákvæðu umhverfi með jafningjum þar sem ólíkir styrkleikar þátttakenda nýtast og tækifæri skapast til að styðja við hvort annað.