Börn á skólaaldri
Í skólanum fer nám fram í mismunandi umhverfi, innan og utan kennslustofunnar sem reynir meðal annars á skilning, fín- og grófhreyfifærni, röðun og skipulag og samskipti.
Á þessum tíma fara börn oft að æfa skipulagðar íþróttir og tómstundir og samskipti við jafnaldra verða flóknari og fara oftar fram án stuðnings fullorðinna. Mikilvægt er að að styðja barnið í eigin umhverfi, með fjölskylduna í forystu, efla þátttöku í daglegu lífi og byggja grunn að farsælli framtíð.
Með auknum þroska aukast kröfurnar sem gerðar eru til barna og þarfir fyrir stuðning breytast. Einn mikilvægur þáttur getur verið að finna stoð- og hjálpartæki sem styðja undir þátttöku í því sem barnið tekur sér fyrir hendur.
Hópar fyrir skólakrakka
Á Gló Æfingastöð fer fram fjölbreytt hópastarf fyrir börn á skólaaldri. Í hópunum er unnið markvisst að skilgreindum þörfum barna. Þátttaka í hópi er áhrifarík leið til að ná markmiðum í öruggu og jákvæðu umhverfi með jafningjum.