Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfar á Gló Æfingastöð sinna ungabörnum, börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. 

Iðjuþjálfar á Gló Æfingastöð styðja börnin til þátttöku í athöfnum daglegs lífs með því að nýta styrkleika þeirra og hæfileika. Þegar börn standa frammi fyrir hindrunum þá leggja iðjuþjálfar til aðferðir til að ýta undir færni, aðlaga umhverfi eða útvega hjálpartæki sem hafa það að marki að draga úr hindrunum og auka þátttöku þeirra. Iðjuþjálfar aðstoða börn við að efla fínhreyfifærni sína, þátttöku í leik og samskiptum, sjálfstæði við athafnir daglegs lífs og möguleika til að takast á við hin ýmsu skynáreiti.

Iðjuþjálfar vinna í nánu samstarfi við fjölskylduna við að þróa einstaklingsmiðaða nálgun sem hentar hverjum og einum.