Börn á leikskólaaldri þroskast í gegnum leik og er leikurinn því í fyrirrúmi í öllu starfi okkar. Í gegnum leikinn gefst tækifæri til að þróa færni, æfa samvinnu og samskipti og lærir að takast á við áskoranir. Á Gló Æfingstöð leggjum við ríka áherslu á snemmtæka íhlutun til að styðja við þroska og vellíðan barna. Snemmtæk íhlutun snýst um að styðja barnið í eigin umhverfi, með fjölskylduna í forystu og leikinn að leiðarljósi. Það felur meðal annars í sér markvissan stuðning við barnið og fjölskyldu þess t.d. að styðja við og efla hreyfiþroska, efla leik og sjálfstæði, ráðgjöf eða fræðslu til foreldra og samstarf við aðra fagaðila. Einn mikilvægur þáttur í þroska barna getur verið að fá viðeigandi stoð- og hjálpartæki til að styðja við færni og þátttöku þeirra.
Foreldrar, starfsfólk leikskóla og þjálfarar Gló Æfingastöðvar vinna saman að því að skapa börnum fjölbreytt tækifæri til að taka þátt í leik og daglegu starfi.