Gló stuðningsfélag vill vera til staðar fyrir fötluð börn og ungmenni. Aldurstakmörkin geta verið breytileg eftir verkefnum en eru núna eins og segir:
Reykjadalur í Mosfellsdal: Sumarbúðir fyrir 8 til 18 ára
Vetrardvalir fyrir 8 til 25 ára
Ævintýrabúðir Reykjadals: 8 til 18 ára
Vinahópar Reykjadals - Fullorðinsfrí: 18 til 29 ára
Æskuvinir Reykjadals: 30 ára og eldri
Á sumrin er mikilvægt að koma með um 4 umganga af fötum en líka útiföt, sundföt og náttföt. Í snyrtitösku fer tannbursti og krem. Einnig þarf að pakka rúmfötum og vinsælt að taka með einn bangsa. Muna eftir þörfum að taka með hjálpartæki og lyf.
Mikilvægt er að fylla fatalista og merkja öll föt. Mælum með að velja litrík föt og sokka, það týnist síður.
Föt eru þrifin á staðnum, daglega er sett í þvottavél og þurrkara. Notað er MILT þvottaefni.
Það á ekki að taka með handklæði né lak á rúm.
Hér fyrir neðan er fatalisti og lyfjablað sem þarf að fylla vel út fyrir hverja komu.
Öll sem koma í dvöl fá stuðning. Það fer eftir stuðningsþörfum hvort gesturinn deili stuðning með einum öðrum gesti eða fái fullan stuðning. Starfsfólkið okkar sem vinnur í stuðnings- og umönnunarhlutverki kallast fóstrur. Hver gestur fær eina fóstru á A-vakt og eina á B-vakt sér til fylgdar og stuðnings.
Í Reykjadal er alltaf haldið hópinn og samábyrgð gildir. Starfsfólkið okkar fær góða þjálfun og stuðning frá vaktstjórum og forstöðuliði. Vaktstjórar gefa lyf, halda utan um allar skráningar og eru með yfirsýn á líðan allra gesta hverju sinni.
Nei, Reykjadalur er bæði símalausar sumarbúðir sem og símalaus vinnustaður. Gestir undir 18 ára aldri mega ekki koma með síma með sér og við hvetjum öll til þess að skilja hann eftir heima. Varðandi spjaldtölvur, þá er gerð undantekning ef þær eru notaðar sem hjálpartæki eða tjáskiptaleið.
Það er stórt verkefni að fara í sumarbúðir. Við mælum með að gera dagatal til að telja niður í fjörið, pakka saman og hlusta á Reykjadalurinn minn á Youtube til að koma sér í gírinn. Þau sem eru að koma í fyrsta skipti mega koma í heimsókn fyrir dvölina, best er að hafa samband hér: reykjadalur@glofelag.is Það er einnig hægt að hafa samband og fá að vita hvaða starfsmaður fylgir til stuðnings eða aðrar upplýsingar sem gætu hjálpað við undirbúning. Hér er hægt að skoða myndir af Reykjadal í Mosfellsdal.
Þegar gestir mæta taka starfsfólk Reykjadals á móti þeim, töskur eru settar í herbergi og farið með lyf inn á skrifstofu. Gesturinn ásamt foreldrum og forsjáraðilum fá tækifæri til að spjalla við starfsfólkið, koma upplýsingum á framfæri og kynnast starfseminni. Starfsfólk Reykjadals hjálpar gestinum að kveðja, oftast þá foreldra/forsjáraðila og svo byrjar fjörið og Reykjadals-ævintýrið tekur við.
Móttaka á sumrin er klukkan 16:00 og móttaka í vetrardvalir er klukkan 18:30.
Samfélagið í kring um Reykjadal skiptir staðinn miklu máli. Vinir Reykjadals, velunnarar sem og góðvild ráðuneyta og sveitarfélaga heldur starfseminni uppi. Allt sem vantar í Reykjadal eins og húsgögn, hjálpartæki og leiktæki eru styrkir. Fyrirtæki og félög hafa í gegn um tíðina haldið góðgerðardegi upp í dal og unnið þörf verkefni innan- og utandyra.
Hér eru dæmi um þátttöku:
- Hægt er að gerst vinur Reykjadals hér með mánaðarlegu framlagi
- Börn og ungmenni geta bætt starfið í gegn um Gló ungmennaráð.
- Öll sem eru skráð í félagið geta boðið krafta sína fram í stjórn Gló sem og notenda- og fagráð. Skráning í félagið er hér á vefsíðunni.
- Reykjadalur þiggur styrki og gjafir og við hvetjum áhugasöm að hafa samband.
Það þarf að sækja árlega um dvöl. Umsóknarfrestirnir eru eftirfarandi:
Reykjadalur í Mosfellsdal: 15.febrúar
Ævintýrabúðir fyrir börn með ADHD/einhverfu: 1.mars
Vinahópar Reykjadals - Fullorðinsfrí: 1.mars
Vetrardvalir í Mosfellsdal: 1.september
Umsóknarfrestir annarra verkefna eru auglýstir sérstaklega.
Hverju sumri er fagnað eftir síðustu dvöl sumarbúðagesta í Mosfellsdal. Þetta hefur verið hefð frá byrjun og alltaf fjör, samvera og skemmtun.
Lokaballið er haldið um miðjan ágústmánuð, það er einungis fyrir gesti sumarsins og er auglýst á samfélagsmiðlum og víðar. Sjáumst á lokaballinu!
Við hvetjum ykkur að skoða óskilamunaborð í lok hverrar dvalar. Ómerkt föt eða föt sem finnast eftir að gestir eru farnir heim eru safnað saman. Foreldrar- og forsjáraðilar fá mynd af fötunum á samskiptasíðu. Það er hægt að sækja óskilamuni í Reykjadal eða á Háleitisbraut 13 en best er að hafa samband fyrir fram. Óskilamunir eru líka til staðar á Lokaballi Reykjadals.
Vel útfylltir fatalistar, merkingar á öllum fötum og litrík föt hjálpa fötunum að rata aftur heim.
Ævintýrabúðirnar okkar hafa verið síðustu ár í Skagafirði (2020-2024) og í Hlíðardalsskóla (2025). Ævintýrabúðirnar eru háðar styrki hverju sinni og hefur Mennta- og barnamálaráðuneytið fjármagnað verkefnið síðustu ár. Sótt er um styrkinn og þegar hann er staðfestur látum við vita á samfélagsmiðlum og vefsíðu.
Það sama gildir um fullorðinsfríið - Vinahópa Reykjadals. Háð styrki hvert ár og hefur verið fjármagnað frá 2020 af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Látið er vita á samfélagsmiðlum og vefsíðu þegar tekið er á móti umsóknum.