Öll á aldrinum 8-25 ára geta komið í vetrardvalir í Mosfellsdal, eina á vorönn og eina á haustönn.

Vetrarstarf í Reykjadal

Yfir veturinn er helgarstarfsemi í Reykjadal. Vetrardvalir byrja í lok september og eru fram í nóvember. Í lok janúar hefst starfsemin svo aftur og stendur fram í mars. Vetrardvalir eru fyrir börn og ungmenni á aldrinum 8-25 ára. Vetrardvalirnar eru gott tækifæri fyrir börn og ungmenni sem eru að koma í Reykjadal í fyrsta skipti til þess að kynnast starfseminni og undirbúa sig fyrir lengri dvalir sumarsins. En markmið vetrardvalana er fyrst og fremst að brúa bilið milli sumardvala, styrkja vináttu og verja saman huggulegum stundum í vetrarparadís.

Mæting er á föstudögum í kvöldmat og eru gestir sóttir á sunnudegi eftir hádegi. Skemmtileg dagskrá, kvöldvökur og kósýheit einkenna vetrardvalirnar.
 

Umsóknarfrestur fyrir vetrardvöl er 1. september ár hvert. Athugið að umsóknin gildir bæði fyrir dvöl fyrir og eftir áramót. Hægt er að senda inn umsókn eftir þennan tíma og þá reynum við að verða við óskum um dvöl eftir bestu getu.  

Mikilvægt er að koma með í vetrardvöl: 

Sængurföt þ.e. utan um sæng og kodda (ekki lak). 

Náttföt og bangsi.

Tannbursti og tannkrem. 

Útiföt. 

Sundföt (ekki handklæði). 

Föt til skiptanna. 

Þau sem taka lyf skulu koma með þau í merktu lyfjaboxi eða lyfjarúllum. 

Mjög mikilvægt að allt sé vel merkt. Líka sængurfötin. 
Útfyllt lyfjablað og fatalisti.