Með því að ganga í Gló stuðningsfélag getur þú tekið virkan þátt í starfinu og lagt þitt af mörkum til að móta stefnu og starfsemi félagsins.

Félagsaðild

Öflugt félagsfólk er undirstaða öflugs starfs

Félagsmenn skapa þá innri krafta og notendamiðuðu sýn sem aðgreinir starfsemi almannaheillafélaga frá opinberum rekstri. Félagar eru uppspretta hugmynda um hvernig starfsemin skuli þróast og hvaða þarfir ætti að hafa í forgrunni. Þannig eru félagsmenn nauðsynlegir bakhjarlar í mótun þjónustunnar. Félagsmenn hafa atkvæðisrétt á félagsfundum svo sem aðalfundi, en atkvæðagreiðsla á félagsfundum hefur úrslitavald í mikilvægustu málefnum félagsins. Félagsmenn geta jafnframt boðið sig fram í stjórn félagsins, hafi þeir áhuga á að leggja fram krafta sína til þátttöku í beinni stjórnun og stefnumótun félagsins. Einnig er hægt að bjóða sig fram í notenda- og fagráð sem hefur það hlutverk að vera ráðgefandi í þróun og mótun starfseminnar.

Hver geta sótt um félagsaðild?

Öll sem vilja styðja við tilgang og starfsemi félagsins geta orðið félagar í Gló stuðningsfélagi. Félagsfólk er ýmist núverandi eða fyrrverandi notendur þjónustunnar, áhugafólk, fagfólk eða fræðimenn Umsókn um aðild er send inn rafrænt hér fyrir neðan og í kjölfarið er send krafa í netbanka fyrir árgjaldi að upphæð 3.900 kr. 

Hakaðu við ef þú vilt einnig gerast vinur Reykjadals og styðja við starfið með mánaðarlegu framlagi.

Nafn
Heimilisfang
Vinir Gló