Gló er almannaheillafélag sem vinnur að aukinni samfélagsþátttöku barna og ungmenna með fjölbreyttar áskoranir og stuðningsþarfir. Félagið miðlar þekkingu, veitir snemmtæka íhlutun og endurhæfingu og býður uppá sumarbúðir og ýmis tómstundatækifæri.

Gló stuðningsfélag

Grundvallartilgangur Gló er að efla þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og stuðla að sjálfstæðu lífi með þvi að:

Hlutverk okkar

Efla þátttöku barna 

Gló eflir þátttöku barna og ungs fólks með fjölbreyttar áskoranir og stuðningsþarfir, með því að styðja við tækifæri þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningu, lifa öruggu og heilbrigðu lífi og rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. 

Skapa samstarfsvettvang

Gló skapar vettvang fyrir samstarf fjölskyldna, fræðimanna og fagfólks til að efla, skapa og miðla þekkingu og þjónustu sem styður við tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og fjölskyldna til þátttöku og þroska. 

Vera málsvari réttar til þátttöku

Gló er málsvari lögbundins réttar til þátttöku og vinnur gegn mismunun og samfélagslegum hindrunum sem börn og ungmenni með fjölbreyttar áskoranir og stuðningsþarfir verða fyrir. Félagið starfar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Leiðarljós Gló:
Hvað meinum við með því?

Tækifæri í stað takmarkana!

Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að tilheyra og taka þátt í lífinu af innlifun. Þátttaka og þroski eru samofin og háð áhuga og getu en þó ekki síður tækifærum í umhverfinu. Öll börn og ungmenni þurfa að fá tækfæri til að eignast félaga, efla heilsuna og eigið sjálfstæði, þroska hæfileika sína og færni en umfram allt að nýta það sem í þeim býr til að hafa gaman, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum. Tækifæri til þátttöku felast í viðhorfum, aðgengi að stuðningi og viðeigandi aðlögun umhverfis. Tækifærin felast ennfremur í því að takmarka ekki hvernig hlutir eru framkvæmdir, hafa leyfi til að vera ólík og fá að taka þátt hver á sinn máta.

Markmið okkar er skýrt:
- að hvert og eitt glói á sínum eigin forsendum

Að börn og ungmenni láti ljós sitt skína!