Starfsfólk Reykjadals
Starfsfólk Reykjadals er þekkt fyrir það að vera ævintýragjarnt, lausnarmiðað, fullt af orku og metnaði og í bland við skemmtilegustu börn og ungmenni landsins skapast sumarminningar sem gleymast seint.
Mikil aðsókn er í sumarbúðastarfið, tekin eru viðtöl, hringt eftir meðmælum og athugað stöðu á sakaskrá. Stjórnendur Reykjadals velja svo skemmtilegustu og hæfustu umsækjendurnar, fjóbreyttur hópur af ungu fólki sem vill gera sumarfrí fatlaðra barna og ungmenna ævintýralegt, öruggt og ógleymanlegt.
Gló stuðningsfélag leggur mikla áherslu á undirbúning og fræðslustarf fyrir allt starfsfólk Reykjadals. Þriggja daga undirbúningsnámskeið er haldið í upphafi hvers sumars, þar er farið yfir allt það sem getur gagnast í starfi Reykjadals og fjölmargir sérfræðingar stíga á stokk. Allt starfsfólk fær handbók um starfið ásamt því að fá kynningu á öllu innra starfi, vinnureglum og verkferlum, lagt er áherslu á rétt viðbrögð hverju sinni, tilkynningarskyldu og gott upplýsingaflæði.
Þegar mætt er í Reykjadal hefur starfsfólkið farið á fund um hópinn sem er að koma, hver fóstra er pöruð við einn til tvo gesti, sem býður sína gesti velkomna. Fóstran sýnir gestinum herbergið sitt, býður kaffi og þá gefst tækifæri að kynnast áður en foreldrar/forsjáraðilar kveðja.
Starfsfólk Reykjadals eru snillingar í því að kynnast hópnum á fyrsta degi, kunna að vera til staðar ef heimþrá vaknar og vilja gera allt til að öllum líði vel bæði gestum og fjölskyldum þeirra. Fóstrurnar, ásamt vaktstjórum og forstöðuliði fylgjast vel með öllum stuðningsþörgum hvers gest og halda utan um heilsu og líðan á meðan dvölinni stendur.
Stjórnendur Reykjadals

Stjórnendur Reykjadals 2025

Vaktstjórar Reykjadals í Mosfellsdal 2025
Í Reykjadal starfar öflugt teymi við skipulag, undirbúning og samskipti við foreldra og gesti Reykjadals. Forstöðulið Reykjadals eru þau Andrea Rói Sigurbjörns og Hildur Helgadóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingar. Samhliða þeim standa vaktstjórarnir sem sjá um dagskrá hvers dags, leiðbeina starfsfólki og eru til staðar fyrir gesti Reykjadals.
Í Reykjadal starfa tvær vaktir, A og B, sem vinna í 2-2-3 vaktafyrirkomulagi. Á hverri vakt er einn vaktstjóri, aðstoðarvaktstjóri, fóstrur og eldhússtarfsfólk. Engin vaktaskipti eru um miðjan dag og því er gott flæði út daginn og mikil samheldni. Hver gestur fær eina fóstru á hverri vakt sem vinna þétt saman til að skapa frábæra sumardvöl fyrir gestina.
Við minnum foreldra og forsjáraðila að þá má alltaf á hafa samband við stjórnendur Reykjadals, þá fyrir dvöl, í miðri dvöl eða eftir dvöl - við erum hér fyrir ykkur.