Vetrarleiga á aðstöðu

Svæði sumarbúðanna býður upp á allskyns tækifæri og meðal annars möguleika á útleigu á vetrarlagi. Aðstaðan er góð, fullbúið eldhús, matsalur, svefngangar, þvottahús, íþróttahús, hljóðkerfi, sturtuklefar, sundlaugarsvæði og útileiktæki.  

Staðurinn hentar vel fyrir 35 manns í gistingu (fyrir utan starfsmannahús sem tekur 12 aukalega). 

Ýmsir hópar hafa verið að leigja aðstöðuna síðustu ár, íþróttafélög, Menntavísindasvið HÍ, ungmennaráð og fleiri. Einnig hefur verið vinsælt hjá gestum Reykjadals að halda upp á afmæli og fermingar á staðnum.  

Verðskrá  

Gildir frá 1. nóv 2024 

Dagsleiga á matsal: 30.000kr 

Dagsleiga á íþróttasal: 30.000kr 

Dagsleiga á sundlaug: 30.000kr. 

Sólarhringur á allri aðstöðu: 100.000kr 

Ef gist er fleiri en ein nótt er gjaldið fyrir næstu nótt helmingi minna. 

Sólarhringur á starfsmannahúsi: 25.000kr. 

Afsláttur er gefinn til starfsemi eða viðburða í þágu fatlaðra barna og ungmenna. 

Til að athuga hvort aðstaðan sé laus er best að hafa samband í gegn um netfangið reykjadalur@glofelag.is

Ef leigan er samþykkt er greitt með millifærslu á Gló stuðningsfélag.

Leigutaki gengur frá svæðinu með tiliti til þrifa í samtali við stjórnendur Reykjadals.

Leiksvæði Reykjadals á sumarkvöldi