Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfarar á Gló Æfingastöð veita fjölbreytta þjónustu fyrir ungabörn, börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Einnig er boðið upp á sjúkraþjálfun fyrir afmarkaðan hóp fólks 18 ára og eldri, annars vegar fólk með hreyfihömun og hins vegar fólk með Parkinson.
Sjúkraþjálfarar á Gló Æfingastöð leggja til aðferðir og leiðir til að hjálpa börnum og ungmennum að bæta líkamlega færni, aðlaga umhverfi eða útvega hjálpartæki með það að markmiði að draga úr hindrunum og auka þátttöku þeirra. Sjúkraþjálfarar aðstoða börn og ungmenni að byggja upp, efla og nýta líkamlega færni sína svo þau eigi auðveldara með að taka þátt í leik og daglegum viðfangsefnum sem hafa þýðingu fyrir þau.
Sjúkraþjálfarar vinna í nánu samstarfi við fjölskylduna við að þróa einstaklingsmiðaða nálgun sem hentar hverjum og einum.