Sumarfrí fyrir fullorðið fatlað fólk
Vinahópar Reykjadals
Síðustu ár hefur ungu fullorðnu fötluðu fólki staðið til boða að koma í sumarfrí að hætti Reykjadals undir heitinu Vinahópar Reykjadals. Hver vinahópur hittist að vori og skipuleggur fríið sitt, hvert vinahópurinn á að fara, hvernig dagskráin verður og gerir matseðil. Hver dvöl er fjórar nætur á tímabilinu júlí-september. Markmiðið er að efla öll í hópnum til þess að taka þátt í skipulagningu og sjá afraksturinn með vinahópnum síðar um sumarið.
Fullorðinsfríið er háð styrkjum hverju sinni og hefur styrkur frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu fjármagnað verkefnið frá árinu 2020. Gló stuðningsfélag sækir um styrkinn árlega. Þegar staðfesting liggur fyrir látum við vita á samfélagsmiðlum og heimasíðu og auglýsum eftir umsóknum.
Vinahóparnir vörðu saman stundum ýmist í Reykjadal, Í Hlíðardal, Í bústað á Húsafelli eða í Kaupmannahöfn síðasta sumar.