Til að sækja um þjónustu hjá Gló Æfingastöð þarf tilvísun frá lækni um sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Það á þó ekki við um allra yngstu börnin en hægt er að sækja um þjónustu í allt að 5 skipti fyrir börn undir tveggja ára án tilvísunar.

Sækja um þjónustu

Til að sækja um þjónustu hjá Gló Æfingastöð þarf að liggja fyrir tilvísun frá lækni um sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Það á þó ekki við um allra yngstu börnin því hægt er að sækja um þjónustu í allt að 5 skipti fyrir börn undir tveggja ára án tilvísunar.  

Það eru mismunandi ástæður þess að sótt er um þjónustu hjá Gló Æfingastöð og því er tilvísunum forgangsraðað eftir aldri barns og eðli eða umfangi þjónustuþarfa. Biðtími er því mislangur en við gerum okkar besta til að biðið sé ekki mjög löng.

Börn yngri er tveggja ára

Nýfædd börn og börn upp að tveggja ára aldri geta komið í allt að 5 skipti til sjúkraþjálfara án tilvísunar frá lækni. Til að sækja um þjónustu fyrir barn án tilvísunar frá lækni vinsamlegast skráið upplýsingar hér fyrir neðan.

Sækja um þjónustu  

Eldri en tveggja ára

Fyrir öll sem eru tveggja ára eða eldri þarf tilvísun frá lækni. Tilvísun frá lækni er hægt að senda rafrænt til okkar á öruggan hátt í gegnum Signet transfer.
Ef læknir sendir tilvísun í miðlæga gátt er mikilvægt að foreldrar fylgi henni eftir með símtali við Gló Æfingastöð í síma 535 0900. 

Senda beiðni með Signet transfer