Sækja um starf

Á hverju ári leitum við að ábyrgðarfullu og drífandi fólki til þess að starfa í sumarbúðum Reykjadals. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að öðlast reynslu og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi.  

Við viljum fá jákvætt, ábyrgðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem er tilbúið til þess að leggja mikið á sig til þess að gera dvöl gestanna okkar ógleymanlega. 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð. 

Við auglýsum í byrjun hvers árs þegar opnar fyrir starfsumsóknir, ef það er eitthvað má alltaf senda póst á reykjadalur@glofelag.is