Sum börn koma á Gló Æfingastöð fljótlega eftir fæðingu, oftast vegna þess að ósamhverfa er í hálshreyfingum þeirra eða ef hreyfiþroskinn víkur út af dæmigerðri leið.

Þjónusta vegna ungra barna

Fyrstu tvö árin í lífi barna eru einstakur tími þar sem líkaminn og heilinn þroskast hraðar en nokkru sinni. Á Gló Æfingstöð leggjum við ríka áherslu á snemmtæka íhlutun til að styðja við þroska og vellíðan barna á þessum fyrstu árum lífsins. Snemmtæk íhlutun snýst um að styðja barnið í eigin umhverfi, með fjölskylduna í forystu og leikinn að leiðarljósi. Það felur meðal annars í sér markvissan stuðning við barnið og fjölskyldu þess t.d. að styðja við og efla hreyfiþroska, efla leik og sjálfstæði, ráðgjöf eða fræðslu til foreldra og samstarf við aðra fagaðila. Einn mikilvægur þáttur í þroska barna getur verið að fá viðeigandi stoð- og hjálpartæki nógu snemma  til að styðja við færni og þátttöku þeirra.