Gló ungmennaráð

Ráðið tók til starfa haustið 2022, þá sem Gestaráð Reykjadals og hefur síðan þá verið vettvangur fyrir börn og ungmenni til þess að hafa áhrif á starf félagsins og stöðu fatlaðra barna á Íslandi.

Gló ungmennaráð er ráðgefandi fyrir Gló Stuðningsfélags, þá bæði Reykjadal og Gló Æfingastöð. 

Ráðið samanstendur af fötluðum börnum og ungmennum sem koma saman mánaðarlega til þess að ræða nýjar hugmyndir, benda á það sem mætti bæta og leggja til nýjar lausnir sem gera Reykjadal og Æfingastöðina að enn betri stað. 

Hópmynd af Gló ungmennaráði 2025 í salnum í Reykjadal
Hópmynd af Gló ungmennaráði 2023 í matsalnum í Reykjadal
Hópmynd af Gló ungmennaráði 2022 á leiksvæði Reykjadals

Gló ungmennaráð vinnur einnig að fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að vitundarvakningu um réttindi fatlaðra barna þá sérstaklega til tómstunda, samráðs og þátttöku. Fulltrúar ráðsins sækja fundi, ráðstefnur og aðra viðburði þar sem fjallað er um málefni fatlaðra barna

Gló ungmennaráð vill stækka hópinn og leitar að fleiri börnum og ungmennum sem vilja taka þátt í starfinu með okkur og vera afl til breytinga! Starfsfólk Reykjadals er til staðar á fundunum og hvetur félagið öll að taka þátt óháð stuðningsþörf. Ef þú ert iðkandi á Æfingastöðinni og/eða gestur í Reykjadal, endilega skráðu þig hér og vertu með! 

Taktu þátt, sendu á reykjadalur@glofelag.is