Fjölskyldumiðuð þjónusta sem styður við þátttöku og þroska

 

Gló Æfingastöð

baby looking into a mirror

Gló Æfingastöð er miðstöð þjónustu og þekkingar í snemmtækri íhlutun og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Hér starfa sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af starfi með börnum, ungmennum og fjölskyldum. Við leggjum áherslu á samþætta þjónustu og gott samstarf við aðra sem veita þjónustu á sviði menntunar, félagslegs stuðnings og heilbrigðisþjónustu. Markmið með allri þjónustu á vegum Gló Æfingastöðvar er að efla þátttöku í daglegu lífi og byggja grunn að farsælli framtíð.

Við leggjum áherslu á:

Strákur með veiðistöng


Færni

Finnum leiðir til að taka þátt og gera það sem þig langar mest til. 

mother and daughter smiling


Fjölskyldur

Þau eru nánasta umhverfi barna og sérfræðingar í eigin lífi.

boy in gym


Form

Að styrkja líkamann og efla heilsuna til að vera í góðu formi til framtíðar 

boy smiling


Fjör

Styrkleikar og áhugi er grunnur að því að hafa gaman og njóta lífisins.

three kids


Félaga

Félagsleg tengsl eru ómissandi hluti mannlegrar tilveru.

Boy in swimming pool


Framtíð

Hugsum stórt og eigum okkur drauma til að stefna að.  

Hvernig virkar þetta?

Þegar beiðni um þjónustu hefur borist höfum við samband og finnum tíma til að hittast. Það er alltaf einhver biðtími eftir þjónustu en við gerum okkar besta til að svara beiðnum eins fljótt og hægt er. 

Við kynnumst barninu eða ungmenninu og fjölskyldu þess og kortleggjum í sameiningu hvar áhuginn, styrkleikarnir og framtiðardraumarnir liggja. Út frá því gerum við áætlun um hvernig við ætlum að vinna saman að þeim markmiðum sem sett eru í forgang.  Í því getur falist bein íhlutun, aðlögun á umhverfi, útvegun hjálpartækja, ráðgjöf og stuðningur.   

Um þjónustuferlið

Kids playing

Fyrir hverja er þjónustan?

Foreldrar nýfæddra barna geta leitað beint til Gló Æfingastöðvar ef áhyggjur eða spurningar vakna um þroska barnsins þeirra. Fyrir öll sem eru orðin eldri en tveggja ára þarf tilvísun frá lækni að liggja fyrir áður en sótt er um þjónustu. 

Þjónustan er fyrir börn og ungmenni sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að framkvæma mikilvægar athafnir í þeirra daglega lífi og taka þátt í því sem skiptir þau máli. Þetta geta verið athafnir sem reyna ýmist á líkamlega, félagslega eða vitræna færni. Við leggjum áherslu á fjölskyldumiðaða nálgun. Í því felst að kortleggja í sameiningu áhugasvið, umhverfi og styrkleika barnsins og finna leiðir til að ná fram því sem þau vilja og geta. 

Markmiðið er alltaf að efla þátttöku í daglegu lífi og byggja grunn að farsælli framtíð.  

Sækja um þjónustu

babies in swimming pool
Þau úrræði sem Gló Æfingastöð býður uppá eru fjöbreytt og miðast við þarfir hverju sinni. Þjónustan og samvinna við nánasta umhverfi barnsins tekur að mikli leyti mið af aldri barnsins.

Þjónustan

Samvinna og sérhæfð teymi

Teymisvinna innan og utan Æfingastöðvarinnar er mikilvægur þáttur í starfseminni. Hjá Gló Æfingastöð starfa reynslumiklir iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar sem koma að fjölmörgum teymum er varða þroska barna. Lögð er áhersla á gott samstarf og teymisvinnu með öðrum þjónustuveitendum og stofnunum. 

Teymi
Fyrirburateymi
Teymi
Taugateymi
Teymi
Sérhæfð tjáskiptatækni
Teymi
CP - eftirfylgd
Teymi
Heilatengd sjónskerðing
Teymi
Stoðkerfis- móttökur
Teymi
Íþróttir fyrir alla
Teymi
Gigtarteymi

Fréttir og tilkynningar

Æfingastöð
Kona brosir í átt að barni sem snýr baki

Allar fréttir

Viðburðir á næstunni

Animated bee and Seahorse and a human brain

Allir viðburðir