Gló Æfingastöð er miðstöð þjónustu og þekkingar í snemmtækri íhlutun og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Hér starfa sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af starfi með börnum, ungmennum og fjölskyldum. Við leggjum áherslu á samþætta þjónustu og gott samstarf við aðra sem veita þjónustu á sviði menntunar, félagslegs stuðnings og heilbrigðisþjónustu. Markmið með allri þjónustu á vegum Gló Æfingastöðvar er að efla þátttöku í daglegu lífi og byggja grunn að farsælli framtíð.





