í íþróttum og tómstundum barna og ungmenna

Búningsklefinn

Kids putting on socks

Í mörgum íþróttum er notkun búningsklefa nauðsynleg. Fyrir mörg börn gengur það vel en getur reynst öðrum krefjandi. Í búningsklefanum skapast oft mikill hávaði t.d. vegna samskipta milli jafnaldra og við þjálfara, oft kemur hljóð vegna rennandi vatns, hurðir að skellast og jafnvel tónlist í gangi. Auk þess geta verið mikil þrengsli í klefanum og sterk lykt. 

Mikilvægt er að huga vel að aðstæðum í búningsklefanum áður en æfingar hefjast til að ýta undir farsæla þátttöku barnsins. Jákvæð og árangursrík upplifun af búningsklefa getur haft úrslitaáhrif á hversu árangursrík þátttaka barnsins er í íþróttinni. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga:

Aðstæður í búningsklefa

  • Kynnið ykkur vel aðstæður í búningsklefa. Þú og barnið þitt ættuð að hugsa um hvaða rútína hentar,  t.d. hvar föt ættu að vera, velta fyrir ykkur hvort barnið þurfi að nýta sér sturtu og þá hvort og hvaða áhöld þarf að hafa með í klefann.
  • Hugið að klæðnaði barnsins við komu í klefann. Þarf barnið að vera fullklætt eða að hluta til. Þetta getur átt betur við sumar íþróttir en aðrar líkt og skauta, hokkí, dans og karate.
  • Notið sérklefa ef hann er í boði en hafið í huga að fara yfir í almenna klefann þegar barnið er orðið öruggara með sig.
  • Notið einfaldar sjónrænar vísbendingar til að styðja barnið til þátttöku, til að læra þau skref sem þarf að taka til að undirbúa sig fyrir æfinguna og til að takast á við athafnir í klefanum.
  • Mætið tímalega og á undan æfingarfélögum því þá er minni hávaði í klefanum og gott tækifæri til að velja sér svæði í klefanum sem hentar barninu best.
  • Hafið samband við þjálfarann og upplýsið hann um að búningsklefinn geti reynst barninu krefjandi rými, ef það á við.
  • Fyrir þjálfara eða stjórnendur, gæti reynst gagnlegt að útbúa tillögur eða leiðbeiningar sem stutt gæti barnið í búningsklefanum og stuðlað að farsælli þátttöku.

     

Þýtt og aðlagað frá: Law, M., o.fl. 2013. CanChild Center for Childhood Disability Research, McMaster University