Vinátta, virðing, ævintýri og öryggi
Gildi Reykjadals eru vinátta, virðing, ævintýri og öryggi og byggir allt starfið þá undirbúningurinn, fræðslan, verkferlarnir og dagskráin sjálf á þessum gildum.
Virðing er eitt af gildum Reykjadals og endurspeglast í samskiptum starfsfólksins við gestina og fjölskyldur þeirra. Hverjum gesti er mætt eftir þeirra stuðningsþörf og áhugamálum. Fötlunin er ekki í forgrunni heldur barnið sjálft, þar sem hindranir eru fjarlægðar úr umhverfinu og lausnarmiðuð nálgun styrkleiki starfsfólksins.