Tómstundir, vinátta og ævintýri fyrir öll

Markmið Reykjadals er að veita fötluðum börnum og ungmennum það tækifæri að eiga val um að geta farið í sumarbúðir og eiga jákvætt og uppbyggjandi sumarfrí. Með sumarbúðastarfinu viljum við skapa ævintýri og styðja nýjar og gamlar vináttur.

two girls in the swimming pool

Vinátta, virðing, ævintýri og öryggi

Gildi Reykjadals eru vinátta, virðing, ævintýri og öryggi og byggir allt starfið þá undirbúningurinn, fræðslan, verkferlarnir og dagskráin sjálf á þessum gildum. 

Virðing er eitt af gildum Reykjadals og endurspeglast í samskiptum starfsfólksins við gestina og fjölskyldur þeirra. Hverjum gesti er mætt eftir þeirra stuðningsþörf og áhugamálum. Fötlunin er ekki í forgrunni heldur barnið sjálft, þar sem hindranir eru fjarlægðar úr umhverfinu og lausnarmiðuð nálgun styrkleiki starfsfólksins. 
 

Í Reykjadal

Fjölbreytt tækifæri fyrir mismunandi hópa

Gestir Reykjadals

Langar þig að vita meira um Reykjadal? - Ertu kannski að koma í fyrsta skipti í sumarbúðirnar? Hér eru upplýsingar fyrir gesti Reykjadals, myndir og hugmyndir hvernig þú getur undirbúið þig. 

Nánari upplýsingar

two kids on a horse with hands up in the air

Algengar spurningar

Gló stuðningsfélag vill vera til staðar fyrir fötluð börn og ungmenni. Aldurstakmörkin geta verið breytileg eftir verkefnum en eru núna eins og segir: 

Reykjadalur í Mosfellsdal: Sumarbúðir fyrir 8 til 18 ára  
                                           Vetrardvalir fyrir 8 til 25 ára 
Ævintýrabúðir Reykjadals: 8 til 18 ára 
Vinahópar Reykjadals - Fullorðinsfrí: 18 til 29 ára 
Æskuvinir Reykjadals: 30 ára og eldri 

Samfélagið í kring um Reykjadal skiptir staðinn miklu máli. Vinir Reykjadals, velunnarar sem og góðvild ráðuneyta og sveitarfélaga heldur starfseminni  uppi. Allt sem vantar í Reykjadal eins og húsgögn, hjálpartæki og leiktæki eru styrkir. Fyrirtæki og félög hafa í gegn um tíðina haldið góðgerðardegi upp í dal og unnið þörf verkefni innan- og utandyra.  
 

Hér eru dæmi um þátttöku: 
- Hægt er að gerst vinur Reykjadals hér með mánaðarlegu framlagi 

- Börn og ungmenni geta bætt starfið í gegn um Gló ungmennaráð. 

- Öll sem eru skráð í félagið geta boðið krafta sína fram í stjórn Gló sem og notenda- og fagráð. Skráning í félagið er hér á vefsíðunni.

- Reykjadalur þiggur styrki og gjafir og við hvetjum áhugasöm að hafa samband.

Hverju sumri er fagnað eftir síðustu dvöl sumarbúðagesta í Mosfellsdal. Þetta hefur verið hefð frá byrjun og alltaf fjör, samvera og skemmtun.  
Lokaballið er haldið um miðjan ágústmánuð, það er einungis fyrir gesti sumarsins og er auglýst á samfélagsmiðlum og víðar. Sjáumst á lokaballinu! 

Nýjustu fréttir

Happdrættismiði
Gló
woman on conference stage
Gló
Kona í Reykjadal
Gló
Kona og barn sitja í grasi og spila á gítar

Þinn stuðningur er okkar styrkur!

Styrkir, gjafir og fjárveitingar einstaklinga og fyrirtækja spila stórt hlutverk í allri uppbyggingu í Reykjadal. Við erum bakhjörlum okkar afskaplega þakklát. Styrkja má með eingreiðslu eða millifærslu við fjölbreytt tilefni. Við útbúum þakkar- og tækifæriskort sé þess óskað. Hafið sambandi við glo@glofelag.is

Styrkja starfið
 

 

Vinir Reykjadals

Vinir Reykjadals er stuðningsveit sumarbúðanna í Reykjadal, fólk sem styður starfsemina með mánaðarlegum styrkjum. Vilt þú gerast Vinur Reykjadal?

Gerast Vinur Reykjadals

boy and woman on floor

Hvar er Reykjadalur staðsettur?

Reykjadalur er staðsettur í Mosfellsdal, afleggjarinn heitir Æsustaðarvegur af Þingvallarvegi. Það tekur um 20 mínútur að keyra frá miðsvæði Reykjavíkur.  

Heimilisfangið er Reykjadalur 1, 271 Mosfellsbær