Markmið okkar er að öll börn og ungmenni láti ljós sitt skína

Gló vinnur að því að efla þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu með því að styðja við tækifæri til að eiga aðild að tómstundum og menningu, lifa öruggu og heilbrigðu lífi og rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni.

Hlutverk og gildi 

boy on horse back smiling

Gló - nýtt nafn á traustum grunni

Við byggjum á þeim drifkrafti, eldmóði og hlýju sem hefur einkennt starf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um áratuga skeið. Undir nýju og nútímalegra nafni heldur félagið áfram að vinna frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, breyta viðhorfum og draga úr samfélagslegum hindrunum.

Nýja nafnið

gló logo

Megináherslur í verkefnum Gló

Helstu verkefni félagsins snúa að því að skapa vettvang fyrir samstarf fjölskyldna, fræðimanna og fagfólks með það að markmiði að hafa áhrif á viðhorf og orðræðu í samfélaginu. Enn fremur að efla, skapa og miðla margvíslegri þekkingu og þjónustu sem styður við tækifæri fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra til þátttöku og þroska.  

three kids sitting on a bench


Miðlun þekkingar

Þekkingarmiðlun fer fram með fundum, viðburðum eða námskeiðum og getur beinst að jafningjastuðningi, fræðslu til foreldra, fagfólks, þjónustuveitenda eða almennings.

woman helping kid pearl


Snemmtæk íhlutun 

á Gló Æfingastöð er veitt snemmtæk íhlutun og fjölskyldumiðuð endurhæfingarþjónusta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. 

two kids on a horse with hands up in the air


Tómstundatækifæri 

Félagið býður uppá sumarbúðir í Reykjadal og stendur fyrir ýmsum tómstundatækifærum fyrir börn og ungmenni með fjölbreyttar áskoranir og stuðningsþarfir.

Þinn stuðningur er okkar styrkur

Allt uppbyggingar- og þróunarstarf á vegum félagsins undanfarin 70 ár hefur byggst á framlagi einstaklinga, félaga, fyrirtækja og hins opinbera. Sú velvild sem félaginu hefur verið sýnd er merki um traust sem félagið hefur áunnið sér í áranna rás með árangursríku starfi. Stuðningur samfélagsins hefur alltaf verið styrkur félagsins og gert því kleift að nýta krafta sína.

Styrkja starfið

 

smiling boy

Félagsfólk er hjarta félagsins

Þau sem styðja við tilgang Gló geta tekið virkan þátt í starfi og stjórnun félagsins með félagsaðild. Félagsfólk er ýmist núverandi eða fyrrverandi notendur þjónustunnar, áhugafólk, fagfólk eða fræðimenn. Félagsfundir hafa úrslitavald í mikilvægum málefnum félagsins en sjö einstaklingar úr röðum félagsmanna mynda stjórn þess. Félagsmenn geta einnig boðið sig fram í notenda- og fagráð en hlutverk þess er að vera ráðgefandi í þróun og mótun starfsemi á vegum félagsins. 

Meira um félagsaðild

four kids sitting together

Nýjustu fréttir frá Gló

Gló
Happdrættismiði
jólakort
Hópmynd af Gló ungmennaráði 2023 í matsalnum í Reykjadal