Gló - nýtt nafn á traustum grunni
Við byggjum á þeim drifkrafti, eldmóði og hlýju sem hefur einkennt starf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um áratuga skeið. Undir nýju og nútímalegra nafni heldur félagið áfram að vinna frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, breyta viðhorfum og draga úr samfélagslegum hindrunum.


